Karellen

Inniföt og útiföt

Inniföt

Æskilegt er að börnin séu klædd fötum sem henta leikskólaumhverfinu. Í leikskóla er mikið fjör og getur því komið fyrir að föt sem kom að heiman verða skítug. Því er æskilegt að börnin eru klædd á morgnana með það í huga. Gott er að barnið komi með inniskó þar sem gólfin geta verið köld.

Börnin eiga sinn stað í fataherberginu.

Í hólfi barnsins er plastkassi fyrir aukaföt og í honum á að vera:

  • Nærföt/Samfellur
  • sokkar/sokkabuxur
  • peysa/bolur
  • buxur/leggings

Mikilvægt er að hafa aukaföt í leikskólanum og merkja fatnað barnanna vel. Nauðsynlegt er að alltaf sé að lágmarki einn umgangur af fatnaði á barnið í kassanum. Það er ábyrgð foreldra að koma með ný aukaföt daginn eftir ef barnið er sent heim í aukafötunum. Leikskólinn er ekki með aukaföt til lána og því hringt í foreldra ef vantar auka föt.

Útiföt

Við í leikskólanum förum út á hverjum degi og því er mikilvægt að börnin séu með föt sem hæfa íslenskri veðráttu

Barnið þarf að hafa fjölbreyttan fatnað í leikskólanum, eftir árstíma:

  • Pollagalli/vindgalli/snjógalli
  • Stígvél/kuldaskór/strigaskór
  • Húfa/lambhúshetta/buff/derhúfa
  • Ullarvettlinga/vatnsheldir vettlingar
  • Hlý peysa/buxur/sokkar

Hafa ber í huga að leikskólinn er vinnustaður barnanna og þess vegna þurfa börnin að koma í þægilegum vinnufatnaði sem þolir hnjask og má óhreinkast. Leikskólinn er ekki með auka útiföt til lána.

Nauðsynlegt er að merkja allan fatnað barnanna vel.

Foreldrar fylla á hólfin á mánudögum og tæma þau á föstudögum. Leikskólatöskur/pokar eru geymd heima.


© 2016 - 2024 Karellen