Leikskólinn starfar samkvæmt lögum um leikskóla frá 2008, reglugerðum og Aðalnámsskrá leikskóla 1999.

Hér er hægt að nálgast lög um leikskóla frá 2008 á vef Alþingis:

http://www.althingi.is/lagas/nuna/2008090.html

Hér er hægt að nálgast reglugerð um starfsumhverfi leikskóla frá júlí 2009

Hér er hægt að nálgast reglugerð um skil og miðlun upplýsinga milli leik- og grunnskóla frá október 2009

Hér er hægt að nálgast reglugerð um mat og eftirlit í leikskólum og upplýsingarskyldu sveitarstjórna um skólahald frá október 2009

Hér má nálgast reglugerð um sérfræðiþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla frá júli 2010

Hér er hægt að nálgast Aðalnámskrá leikskóla 2011 á vef menntamálaráðuneytisins.


Markmið leikskólastarfs

Aðalnámskrá leikskóla var gefin út af menntamálaráðuneytinu árið 1999 og er hún leiðarvísir fyrir alla sem vinna að uppeldi og menntun barna í leikskólum á Íslandi.

Í lögum um leikskóla frá maí 2008 stendur:

Í leikskólum skal velferð og hagur barna hafður að leiðarljósi í öllu starfi. Veita skal börnum umönnun og menntun, búa þeim hollt og hvetjandi uppeldisumhverfi og örugg náms- og leikskilyrði. Stuðla skal að því að nám fari fram í leik og skapandi starfi þar sem börn njóta fjölbreyttra uppeldiskosta. Starfshættir leikskóla skulu mótast af umburðarlyndi og kærleika, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi, virðingu fyrir manngildi og kristinni arfleifð íslenskrar menningar.

Meginmarkmið uppeldis og kennslu í leikskóla skulu vera:

a. að fylgjast með og efla alhliða þroska barna í náinni samvinnu við foreldra,

b. að veita skipulega málörvun og stuðla að eðlilegri færni í íslensku,

c. að hlúa að börnum andlega, vitsmunalega og líkamlega í samræmi við þarfir hvers og eins svo að börnin fái notið bernsku sinnar,

d. að stuðla að víðsýni barna og efla siðferðisvitund þeirra,

e. að leggja grundvöll að því að börn verði sjálfstæðir, virkir og ábyrgir þátttakendur í lýðræðisþjóðfélagi sem er í örri og sífelldri þróun,

f. að rækta hæfileika barna til tjáningar og sköpunar í þeim tilgangi m.a. að styrkja sjálfsmynd þeirra, heilbrigðisvitund, öryggi og hæfni til mannlegra samskipta.


Öryggismál í Kirkjubóli

Foreldrar eiga að geta treyst því að öryggi barnanna sé tryggt af fremsta megni meðan á dvöl þeirra í skólanum stendur. Börnin eru undir eftirliti þannig að þau skaði hvorki sig né aðra.Hér eru atriði sem eru til að skapa þetta öryggi:

  • Á öllum hurðum leikskólans eru klemmuvarnir.
  • Farið er yfir leiktæki og leikföng reglulega og þau sem eru skemmd eru fjarlægðog ráðstafanir gerðar til að lagfæra það sem er bilað.
  • Ganga garðinn. Á hverjum morgni er genginn hringur í garðinum til að ganga úr skugga um að allt sé í lagi og eins og það á að vera.Starfsmenn deildannaskiptast á að bera ábyrgð á þessu verkefni og sú deild sem er ábyrg, ber einnig ábyrgð á að hafa eftirlit með þeim hluta leiksvæðisins sem er fyrir framan Kisudeild.
  • Útbúnar hafa verið rýmingaráætlanir fyrir hverja deild fyrir sig. Þar hefur hver starfsmaður sitt hlutverk.
  • Tvisvar á ári eru eldvarnaræfingar og þá æfa börn og starfsfólk sig í að bregðast réttvið ef eldsvoði verður.Á hverju hausti kemur Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins í heimsókn með fræðslu, en börnin í elstu hópunum eru sérstakir samstarfsmenn þeirra.Verkefni þeirra er mánaðarlegt eftirlit með neyðarljósum, að athuga hvort flóttaleiðir eru í lagi, að slökkvitækin séu á sínum stað, þau skoða brunaviðvörunar -kerfið,fylgjast með pumpum á eldvarnarhurðum og að allt sé að öðru leyti í lagi.
  • Starfsmenn skrá komu barns og brottför. Ef yfirgefa þarf húsið vegna bruna eða náttúruhamfara taka starfsmenn mætingarlistana með sér, hóparnir hittast á fyrirfram ákveðnum stað á leikskólalóðinni og þar er gerð talning.
  • Ef barn verður fyrir óhappi/slysi, sér starfsfólk um að hlúa að því og gera það sem gera þarf.Ef um alvarlegra slys er að ræða er hringt í foreldra og þau fara með barnið á heilsugæslu/ slysavarstofu, sé um alvarlegt slys að ræða, er hringt á sjúkrabíl.
  • Öll slys eru skráð á þar til gerð eyðublöð.Í lok skólaárs er farið yfir öll slys og athugað hvort meira sé um slys á einhverjum ákveðnum tímum eða stöðum og gerðar úrbætur í samræmi við niðurstöðuna.

Einnig eru foreldrar beðnir um að láta starsfólk vita ef einhver annar en þau sækja barnið.

© 2016 - 2019 Karellen