Haustið byrjar vel

07. 09. 2018

Haustið byrjar vel hjá okkur í Kirkjubóli.

Búið er að aðlaga 15 ný börn inn í skólann og framkvæmdir við lóðina ganga vel. Nú eru yngstu börnin okkar á Holti og Lundur er orðin miðdeild. Við höfum fengið í lið með okkur frábært starfsfólk og lítur veturinn vel út hjá okkur.

Fyrsti skipulagsdagur vetrarins verður mánudaginn 17. september og þá vinnur starfsfólk að skipulagningu vetrarstarfsins og er leikskólinn lokaður þann dag.

© 2016 - 2019 Karellen