Lubbi finnur málbein

Í þessum stundum nýtum við bókina, Lubbi finnur málbein, eftir Eyrúnu Ísafold Gísladóttur og Þóru Másdóttur, sem er hugsuð til málörvunar og hljóðanáms fyrir börn á aldrinum 2-7 ára. Í bókinni er unnið með nám í þrívídd og er þá átt við sjónskyn, heyrnarskyn, hreyfi- og snertiskyn. Hljóðanám eflir hljóðkerfisvitund barna og leggur góðan grunn að lestrarnámi en í Lubbastundum er ekki verið að kenna börnum að lesa heldur hvernig bókstafirnir líta út og hljóðin sem þeir segja. Fylgst er með stundunum og samfellu námsins með skráningum, sem síðan fylgja árgangshópum milli deilda. Lubbastundir fylgja skipulögðu starfi skólans sem hefst að hausti og stendur fram á vor.

Lubba stundir á Holti

Lubba stundir á Lundi

Lubba stundir á Heiði

Skýrsla um þróunarverkefnið: Vinur okkar lubbi

Heimasíðan : Lubbi finnur málbein


© 2016 - 2020 Karellen