Vináttuverkefnið Blær

Vináttuverkefni Barnaheilla er forvarnarverkefni gegn einelti. Verkefnið er þýtt, staðfært og framleitt í samstarfi við Red barnet – save the Children og Mary Fonden í Danmörku. Garðabær veitti leikskólanum styrk við kaup á námsefninu. Þessu verkefni fylgir bangsinn Blær ásamt því að hvert og eitt barn á sinn eigin hjálparbangsa sem geymdur er í leikskólanum. Einnig fylgja verkefninu spjöld með persónum og atburðum sem við vinnum með í hópavinnu ásamt verkefnum, sögum, nuddhefti og tónlist.

Markmið Vináttu

  • Að móta jákvæðan skólabrag og viðhalda honum.
  • Að samfélag barnanna einkennist af gagnkvæmu umburðarlyndi og virðingu.
  • Að þróa getu barna til þess að sýna hverju öðru umhyggju og að styðja félaga sína og verja.
  • Að efni og þau gildi sem verkefnið byggir á séu eðlilegur hluti af daglegu lífi og skólastarfi.
  • Að koma í veg fyrir einelti í leikskólum og grunnskólum, með því að starf skólanna, áætlanir og viðhorf tryggi börnum umhverfi þar sem einelti nær ekki að þrífast.
  • Að þróa nýjar aðferðir og verkfæri til forvarna fyrir leikskóla og yngstu bekki grunnskóla.
  • Að stuðla að rannsóknum á einelti


Vinastund:
Unnið með vináttuverkefnið og Blæ bangsa. Í vinastundum gefast tækifæri til að ræða margvísleg mál sem geta komið upp í samskiptum á milli barnanna.

Heimasíðan: Vináttuverkefnið Blær

© 2016 - 2020 Karellen