Karellen

Skipulagt starf í kirkjubóli er með fjölbreyttum hætti. Helstu þættirnir eru fjörir

  • Fjölgreindir
  • Hreyfistundir
  • Lubbi finnur málbeinn
  • Vináttuverkefnið Blær


Fjölgreindir

Kirkjuból byggir faglegt starf sitt að hluta til á fjölgreindarkenningunni. Fjölgreindirnar eru átta og skipuleggjum við starfið í kringum þær. Unnið er með allar gáfurnar í daglegu starfi en lagt er sérstaka áheyrslu á vissar greindir yfir viss tímabil á skólaárinu:

Málgreind: Unnið með allt árið

Markmið: er að auka orðaforða og skilning á íslensku máli. Unnið með rím, takt, kvæði og sögur.

Sjálfsþekkingar- og samskiptagreind: september til nóvembers

Markmið: er að efla samkennd og lýðræðisleg vinnubrögð hjá börnunum, ásamt því að efla sjálfsvitund, sköpun, tjáningu og umburðarlyndi.

Tónlistargreind: nóvember til janúar

Markmið: að kynnast fjölbreyttum hljóðfærum /hljóðgjöfum og efla hlustun og hugtakaskilning.

Rök- rýmis- og stærðfræðigreind: janúar til mars.

Markmið: að efla skilning á stærðfræðihugtökum, talnaskilning ásamt því að læra að þekkja form og liti. Einnig er unnið með að efla skynjun á rými, speglun, mynstri, rökhugsun, flokkun, mælingu og hvetja til athugana og rannsókna.

Umhverfis- og hreyfigreind: apríl til maí.

Markmið: að efla áhuga og skilning á náttúru og dýralífi, ásamt því að efla ábyrgðarkennd gagnvart náttúrunni og vinna með endurvinnslu og flokkun á sorpi. Fara í vettvangsferðir og njóta náttúrunnar þegar við eflum þol, þrek og úthald.


Hreyfistundir

Hreyfing og almenn útivera í fersku og hreinu lofti er stór þáttur í leikskólalífinu. Dagleg nánd og tenging við náttúruna og umhverfið eflir grenndarvitund barna, virðingu þeirra fyrir umhverfinu og móður jörð. Hreyfing er börnum eðlislæg og stuðlar að vellíðan. Þar sem flest börn eru í leikskóla stóran hluta úr degi er nauðsynlegt að sinna hreyfiþroska vel, hafa fastan tíma fyrir skipulagðar hreyfistundir auk nægrar útiveru. Það að hlúa vel að líkama sínum og hreyfa sig reglulega verður eðlilegur þáttur í lífi barnanna. Skipulagðar hreyfistundir eru í sal leikskólans í hverri viku þar sem tækifæri gefast til að þjálfa vissa hreyfifærni ásamt því að efla þol, þor og þrek. Elstu börn leikskólans fara í hreyfistund í fimleikasalinn í Ásgarði á miðvikudögum.

Deildarnar gefa út upplýsingar um það hvernig föt á að vera með í stundinni:

Í salnum: Gott er að börnin séu ekki í sokkabuxum heldur frekar í léttum fötum. Koma í stuttbuxum/leggings.

í Ásgarði: koma með stuttubuxur/leggings og bol.

Markmið:

  • Að efla hreyfiþroska og hreyfigetu.
  • Að fullnægja hreyfiþörf.
  • Að efla samhæfingu hreyfinga og örugga stjórn á líkamanum.
  • Að efla sjálfstraust, tillitsemi og samvinnu.
  • Að þjálfa jafnvægi, einbeitingu, þor og þol.
  • Að stuðla að líkamlegri vellíðan, hreyfigleði og öryggi.

Leiðir að markmiðum:

  • Skipulagðar hreyfistundir í sal einu sinni í viku. Hreyfistundin byrjar og endar eins, börnin vita hvernig stundin byggist upp og það veitir öryggi. Heilsast, upphitun, aðalverkefni, slökun og kveðjast. Börnunum er skipt upp í hópa eftir aldri, ekki of margir í einu.
  • Eyðublöð fyrir hreyfistundir auðvelda skipulagningu kennara og veita góða yfirsýn
  • Starfsfólk er góð fyrirmynd og hefur gaman af stundinni, hrósar börnunum og hvetur þau áfram.
  • Útivera þar sem tækifæri gefast til að efla grófhreyfingar, æfa sig í að ganga upp tröppur, hjóla, klifra, renna og fleira.
  • Gönguferðir um nánasta umhverfi.


Lubbi finnur málbein

Í þessum stundum nýtum við bókina, Lubbi finnur málbein, eftir Eyrúnu Ísafold Gísladóttur og Þóru Másdóttur, sem er hugsuð til málörvunar og hljóðanáms fyrir börn á aldrinum 2-7 ára. Í bókinni er unnið með nám í þrívídd og er þá átt við sjónskyn, heyrnarskyn, hreyfi- og snertiskyn. Hljóðanám eflir hljóðkerfisvitund barna og leggur góðan grunn að lestrarnámi en í Lubbastundum er ekki verið að kenna börnum að lesa heldur hvernig bókstafirnir líta út og hljóðin sem þeir segja. Fylgst er með stundunum og samfellu námsins með skráningum, sem síðan fylgja árgangshópum milli deilda. Lubbastundir fylgja skipulögðu starfi skólans sem hefst að hausti og stendur fram á vor.

Lubba stundir á Holti

Lubba stundir á Lundi

Lubba stundir á Heiði

Skýrsla um þróunarverkefnið: Vinur okkar lubbi

Heimasíðan : Lubbi finnur málbein


Vináttuverkefnið Blær

Vináttuverkefni Barnaheilla er forvarnarverkefni gegn einelti. Verkefnið er þýtt, staðfært og framleitt í samstarfi við Red barnet – save the Children og Mary Fonden í Danmörku. Garðabær veitti leikskólanum styrk við kaup á námsefninu. Þessu verkefni fylgir bangsinn Blær ásamt því að hvert og eitt barn á sinn eigin hjálparbangsa sem geymdur er í leikskólanum. Einnig fylgja verkefninu spjöld með persónum og atburðum sem við vinnum með í hópavinnu ásamt verkefnum, sögum, nuddhefti og tónlist.

Markmið Vináttu

  • Að móta jákvæðan skólabrag og viðhalda honum.
  • Að samfélag barnanna einkennist af gagnkvæmu umburðarlyndi og virðingu.
  • Að þróa getu barna til þess að sýna hverju öðru umhyggju og að styðja félaga sína og verja.
  • Að efni og þau gildi sem verkefnið byggir á séu eðlilegur hluti af daglegu lífi og skólastarfi.
  • Að koma í veg fyrir einelti í leikskólum og grunnskólum, með því að starf skólanna, áætlanir og viðhorf tryggi börnum umhverfi þar sem einelti nær ekki að þrífast.
  • Að þróa nýjar aðferðir og verkfæri til forvarna fyrir leikskóla og yngstu bekki grunnskóla.
  • Að stuðla að rannsóknum á einelti

Vinastund:
Unnið með vináttuverkefnið og Blæ bangsa. Í vinastundum gefast tækifæri til að ræða margvísleg mál sem geta komið upp í samskiptum á milli barnanna.

Heimasíðan: Vináttuverkefnið Blær


© 2016 - 2024 Karellen