Leikskólinn Kirkjuból

Kirkjuból hóf starfsemi 1. nóvember 1985 og er rekinn af bæjarfélaginu. Við formlega opnun leikskólans var helmingur núverandi húsnæðis tekinn í notkun. Þá voru börn ýmist í heilsdags- eða hálfsdagsvistun
Árið 1993 var ákveðið að Kirkjuból skyldi eingöngu vera heilsdagsleikskóli með pláss fyrir 54 börn. Í framhaldi af því hófust allmiklar framkvæmdir og breytingar á húsnæðinu.

Veturinn 1995-1996 var barnafjöldinn aukinn þannig að ávallt voru 66 börn samtímis í húsinu. Á Kirkjubóli voru eingöngu aldursblandaðar deildir 2-6 ára barna eða svokallaðar systkinadeildir og er hugmyndin með þeim sú að börnin læri hvert af öðru og hjálpist að. Haustið 2001 breyttist þessi skipan og Kanínudeild var breytt í deild fyrir yngri börn. Þetta tengdist því að inntökualdurinn hafði verið lækkaður. Útisvæðið hefur einnig verið lagfært þó nokkuð með tilliti til yngri barna.

Deildirnar hétu Kanínudeild, Kisudeild og Bangsadeild fram til vorsins 2015 en á veturinn 2014-2015 var fyrsti vetur þar sem börnin skiptust á deildar eftir aldri og fyrirkomulagið breyttist. Í tengslum við þær breytingar var ákveðið að breyta deildarnöfnunum og tengja þau náttúrunni, umhverfi okkar, og fór hugmyndavinna í gang þar sem ný nöfn voru valin eftir miklar vangaveltur. Holtsnafnið tengist hrauninu í Garðabæ sem ber heitið Hraunsholt, Heiðarnafnið kemur frá Heiðmörk og Heiðarlundi sem er næsta gata við leikskólann og Lundur tengist götunni sem leikskólinn stendur við, Kirkjulund.

Alls eru 61 barn að hámarki í leikskólanum og deildirnar eru þrjár. Elstu börnin 4-5 ára eru á Heiði, miðhópurinn 3-4 ára eru á Holti en yngstu börnin 1½ - 3 ára eru á Lundi.

Þess má geta að Kirkjuból stendur á landnámsjörð sem kom í ljós við frágang á leiksvæðinu árið 1985. Fór fram fornleifarannsókn á svæðinu og eru minjarnar varðveittar.

Gæðastefna Kirkjubóls

Þó svo að við störfum eftir Aðalnámskrá manntamálaráðuneytisins þá er hún einungis rammi utan um starfið og við höfum því gert okkar eigin skólanámskrá. Unnið hefur verið að gerð gæðahandbókar sem auðveldar öllum starfið og gerir áherslur sýnilegar. Gæðahandbókin samanstendur af námskrá ásamt vinnulýsingum fyrir flesta þætti í starfsemi leikskólans.

Gæðastefna Kirkjubóls hjómar svona:

· Að efla gleði, öryggi, jákvæðni og samkennd barna í leik og starfi.

· Að örva og virða uppbyggjandi leik barnanna jafnt úti sem inni.

· Að eiga gott og jákvætt samstarf við foreldra.

· Að vera með fjölbreytileg viðfangsefni svo öllum þroskaþáttum barnanna verði sinnt.

· Að leggja rækt við íslenska tungu og efla málvitund barna

· Að vinna markvisst með elstu börnin í samvinnu við grunnskólann.

· Að viðhalda góðum starfsanda.

Hollt og heilsusamlegt fæði

Í leikskólanum Kirkjubóli er lögð áhersla á hollt mataræði.Það sem lagt er til grundvallar eru ráðleggingar sem Landlæknisembættisembættið/Lýðheilsustöð hefur gefið út, þar er kveðið á um fjölbreytni og hollustu.

Í morgunmat fá börnin að jafnaðihafragraut tvisvar sinnum í viku, einu sinni er grautur úr byggflögum, kallaður kanilgrautur, hina tvo dagana er síðan byggi og cheerios blandað saman eða corn flakes og ráða börnin hvort þau vilja mjólk eða súrmjólkmeð, ennfremur geta þau fengið sér rúsínur út í ef þau vilja einhverja sætu. Einnig fá þau lýsi og ávexti.

Í hádegismat er fiskur tvisvar í viku.Í annað sinnið er hann matreiddur á mismunandi hátt, svo sem steiktur í raspi, með karrí og hrísgrjónum, bakaður með osti svo eitthvað sé nefnt.Hitt skiptið er fiskurinn gufusoðinn og heimabakað rúgbrauð með.Reynt er að vera fjölbreytilegan fisk, svo sem þorsk, ýsu, löngu og lax, nætursaltaðan fisk en lýðheilsustöð segir mikilvægt að börnin borði feitan fisk a.m.k. einu sinni í mánuði.Hina dagana skiptast á súpur, grænmetisréttir, pastaréttir, kjötréttir, baunaréttir og einstaka sinnum pizzur. Þau fá kartöflur u.þ.b. tvisvar í viku, hýðishrísgrjón tvisvar í viku.Við tökum mið afsamsetningu máltíða út frá disknum frá Lýðheilsustöð og eldað er út frá tillögu þeirra að skammastærðum.

Lögð er áhersla á gott hráefni, eingöngu eru notuð hýðishrísgrjón, allt pasta er úr heilhveiti, ferskt grænmeti og ferskar kjötvörur.Þó kemur fyrir að börnin fái kjötbollur/fiskbollur sem eru keyptar.

Í síðdegishressingu fá börnin gróft og hollt brauð og er það heimabakað tvisvar til þrisvar í viku. Einnig fá þau mismunandi gerðir af hrökkbrauði, tekex og grófar bruður .Viðbit er smjörvi, 17% ostur, mysingur, smurostur, lifrarkæfa, kæfa, tómatar, agúrka, egg, kavíar, sykurlaust marmelaði, ávextir og stundum skinka. Sætabrauð er ekki á boðstólum nema í undantekningartilfelli.

Öllum sykri er haldið í lágmarki, einnig er salt notað sparlega en alls kyns krydd mikið notað til að gera matinn bragðgóðan, ávextir og grænmeti eru í samræmi við tilmæli Lýðheilsustöðvar. Skammtastærðin fyrir börn undir tveggja ára er um 80 grömm í morgun- og síðdegishressingu og fyrir börn tveggja til fimm ára er það 125-150 grömm.Sum börn hafa mikla lyst á ávöxtum en önnur minni og því er ekki hægt að segja að hvert barn borði sinn skammt en allir fá hvatningu og hugað er að fjölbreytni.

Foreldrar fá matseðil mánaðarins sendan í tölvupósti um hver mánaðarmót og einnig er hann á heimasíðu leikskólans.Hópur fjögurra barna hittir matráðinn í lok hvers mánaðar og koma með óskir um það sem þau hafa áhuga á að fá að borða næsta mánuðinn og er það sem þau velja litað með grænu á matseðlinum.

Matráður leikskólans er Natalía Slobodeniouk

null

Aðstoð í eldhúsi er Ilva Krama

null

Í lögum leik- grunn- og framhaldsskóla eru sex grunnþætti menntunar og á hvert skólastig að útfæra hvernig unnið er með þessa þætti út frá aldri og þroska nemendanna.

Í aðalnámskrá leikskóla segir:

„Grunnþættirnir snúast um læsi á samfélag, menningu, umhverfi og náttúru þannig að börn og ungmenni læri að byggja sig upp andlega og líkamlega, að bjarga sér í samfélaginu og vinna með öðrum.Grunnþættirnir snúast einnig um framtíðarsýn og getu og vilja til að hafa áhrif og taka virkan þátt í að viðhalda samfélagi sínu, breyta því og þróa það“.

Þó þarna sé um sex þætti að ræða tengjast þeir innbyrðis og eiga aðfléttast inn í allt skólastarfið.

Námssvið leikskólans eru:

 • Læsi og samskipti
 • Heilbrigði og vellíðan
 • sjálfbærni og vísindi
 • Sköpun og menning

Námssviðin eru samþætt og samofin öllu starfi leikskóla og taka mið af sex grunnþáttum menntunar. Þau eiga þannig að vera hluti af leik barna, samþætt daglegu starfi og byggjast á reynslu barna, áhuga og hugmyndum. Námssviðin þurfa að hvetja til samvinnu og samstarfs en jafnframt stuðla að sjálfstæði og frumkvæði einstaklingsins.
Í Kirkjubóli er unnið eftir þema sem ákveðið er að hausti og sett inn sem einn þáttur í starfsáætlun, þemað tvinnast inn í allt starfið yfir skólaárið. Þannig tekst okkur að vinna með námssviðin á markvissan hátt og skipuleggja helstu áherslur í starfinu í samvinnu við starfsfólk, foreldra og börn.

Unnið er markvisst í vinnustundum á eldri deildum en yngsta deildin er ögn frjálslegri í sinni vinnu. Hreyfistundir eru í sal, unnin eru verkefni í markvissri málörvun og samvinnustundum, mikið er lesið og sungið, unnið er með ýmsan efnivið í myndlist og farið í vettvangsferðir svo eitthvað sé nefnt. Tölvur eru jafnframt hluti af leikefni á eldri deildum.

Málörvun er rauður þráður í daglegu starfi leikskólans. Leitast er við að leggja góðan grunn í öllum samskiptum, bæði með sögum, söngvum, þulum og með því að vera börnunum góð málfyrirmynd. Farið er í málörvandi leiki og börnunum gefið tækifæri á að tjá sig og hlusta á aðra.

Markmið:
1. Að efla málþroska og að börnin læri vandað mál.
2. Að börnin geti tjáð sig í heilum setningum. (Mismunandi eftir aldri)
3. Að hvert barn geti tjáð sig frjálslega og sé fært um að hlusta á aðra.
4. Að börnin geti hlustað, skilið og notið góðra, fjölbreyttra bókmennta.
5. Að hafa ritað mál sýnilegt börnunum.

Leiðir:
1. Í öllum daglegum samskiptum er lögð rækt við að tala vandað mál.

 • Við matarborðið.
 • Í sögu- og samverustundum.
 • Í gegnum leikinn.
 • Í fataherberginu.
 • Söngvar – vísur – þulur.
 • Orða- og hugtakaútskýringar.
 • Með árstíða- og tillidagafróðleik. (Jól, Páskar, Þorrablót og Sumarhátíð).

  2. Markviss málörvun. Unnið er með fyrstu kaflana í samnefndri bók eftir Sigrúnu Löve, Helgu Friðfinnsdóttur og Þorbjörgu Þóroddsdóttur.
  Unnið er 1-2 sinnum í viku í 20 – 30 mínútur í senn. Unnið er með 4 – 6 ára börnum.

  3. Elstu barna verkefni. Unnið er með 5 og 6 ára börnum einu sinni í viku í 30 – 40 mínútur.

  4. Frásögn. Þar fær hvert barn tækifæri til að segja frá á meðan hin börnin hlusta.

  5. Framsögn. Barnið stendur við púlt og kynnir. Þetta er m.a. gert á “Fagnaðarfundum” þar sem allir koma saman til að syngja og gleðjast saman.

  6. Lestar- og skriftarhvetjandi umhverfi. Helstu hlutir í umhverfinu eru merktir með skýrum prentstöfum. Það sem tilheyrir hverju barni er einnig merkt með nafni þess. Börnin eru hvött til að skrifa nafnið sitt, pappír og ritfæri eru ávallt aðgengileg.Helstu hlutir í umhverfinu eru merktir með stórum skýrum prentstöfum. Það sem tilheyrir hverju barni er einnig merkt með nafni þess.

7. Unnið er eftir þróunarverkefninu „Lesmál-mál til komið að lesa“ þar sem áhersla er á sögustundir, samræður og orðaforða.

8. Fjölbreytt leikefni fyrir frjálsan leik t.d. stafir, stafapúsl, stafaspil, tölvuleikir, rímmyndir, tölur og hugtök.

9. Útivera og gönguferðir eru nýttar til að efla orðaforða, auka við reynsluheim barna og gera þau læs á nánasta umhverfi sitt.

Á Kirkjubóli er unnið með lífsleikni og leitast við að efla færni barnanna í samskiptum og ákvarðanatöku. Borin er virðing fyrir einstaklingnum og mismunandi áhugasviðum þar sem hverjum og einum gefst tækifæri á að njóta styrkleika sinna og byggja þannig upp jákvæða sjálfsmynd. Börnin þurfa að upplifa að þau hafi val um viðfangsefni enda gleði þeirra, áhugi og forvitni undirstaða þess að nám fari fram. Lögð er áhersla á gleði í starfinu.

Umhverfi leikskólans er heilsueflandi og gefið svigrúm í dagskipulagi til grófhreyfinga, útiveru og hreyfileikja.
Í leikskólanum er boðið upp á hollan og næringarríkan mat og leitast við að efla og byggja upp góða matarsiði sem börnin geta búið að til framtíðar. Lögð er áhersla á að gæta hófsemi í matmálstímum, að fá sér bara það sem maður þarf, ekki of mikið á diskinn í einu og að sóa ekki mat. Maturinn er hollur og lítið um unnar matvörur, heimabakað brauð á boðstólnum og fjölbreytt úrval af grænmeti og ávöxtum Matseðlar eru settir saman eftir ráðum frá lýðheilsustöð.

Hreyfistundir

Hreyfing er börnum eðlislæg og stuðlar að vellíðan. Þar sem flest börn eru í leikskóla stóran hluta úr degi er nauðsynlegt að sinna hreyfiþroska vel, hafa fastan tíma fyrir skipulagðar hreyfistundir auk nægrar útiveru. Það að hlúa vel að líkama sínum og hreyfa sig reglulega verður eðlilegur þáttur í lífi barnanna.
Skipulagðar hreyfistundir eru í sal leikskólans í hverri viku þar sem tækifæri gefast til að þjálfa vissa hreyfifærni ásamt því að efla þol, þor og þrek.

Markmið:

 • Að efla hreyfiþroska og hreyfigetu.
 • Að fullnægja hreyfiþörf.
 • Að efla samhæfingu hreyfinga og örugga stjórn á líkamanum.
 • Að efla sjálfstraust, tillitsemi og samvinnu.
 • Að þjálfa jafnvægi, einbeitingu, þor og þol.
 • Að stuðla að líkamlegri vellíðan, hreyfigleði og öryggi.

Leiðir að markmiðum:

 • Skipulagðar hreyfistundir í sal einu sinni í viku. Hreyfistundin byrjar og endar eins, börnin vita hvernig stundin byggist upp og það veitir öryggi. Heilsast, upphitun, aðalverkefni, slökun og kveðjast. Börnunum er skipt upp í hópa eftir aldri, ekki of margir í einu. Börnin á Kanínudeild fara ekki í skipulagðar hreyfistundir en þau fara í salinn á hverjum degi eftir hvílu.
 • Eyðublöð fyrir hreyfistundir auðvelda skipulagningu kennara og veita góða yfirsýn
 • Starfsfólk er góð fyrirmynd og hefur gaman af stundinni, hrósar börnunum og hvetur þau áfram.
 • Útivera þar sem tækifæri gefast til að efla grófhreyfingar, æfa sig í að ganga upp tröppur, hjóla, klifra, renna og fleira.
 • Gönguferðir um nánasta umhverfi.

Myndsköpun er ríkur þáttur í leikskólastarfinu enda mikilvægur tjáningarmiðill. Myndsköpunin er bæði frjáls og skipulögð, börnin hafa aðgang að ýmsum efnivið í listakróknum. Skapandi myndmótun er mikilvægur þáttur í alhliða þroska barna, þau fá æfingu í að samhæfa auga og hönd, þjálfa fínhreyfingar, efla einbeitingu og sjálfstraust eykst við aukna getu. Allt hefst þetta þó á kroti yngstu barnanna, því ber að sýna áhuga og hvetja til áframhaldandi æfinga því æfingin skapar jú meistarann.


Markmið:

• Að börnin fái notið sín með fjölbreyttan efnivið í myndsköpun.
• Að stuðla að frumkvæði og sköpunargleði.
• Að efla fínhreyfingar.
• Að efla samhæfingu augna og handa.
• Að efla einbeitingu og sjálfstraust.
• Að börnin börnin kynnist myndsköpun á sem fjölbreyttastan hátt.

Leiðir:

Að kynna börnum fjölbreytt viðfangsefni þar sem þau prófa og gera tilraunir.
Að börnin hafi ánægju af því sem þau eru að gera.
Að starfsmenn sýni krotstiginu strax verðskuldaðan áhuga.
Að hvetja börnin til að segja frá eigin verkum.
Að hafa efnivið og áhöld aðgengileg fyrir börnin.
Að vekja athygli á umhverfinu, skoða, skynja og vinna úr.
Að mála eftir tónlist.
Að ýta undir ímyndunarafl og hugmyndaflug, með spurningum, hvatningu og hrósi.
Að nýta verðlaust efni til sköpunar.

Umhverfismennt er mikilvægur þáttur í starfi leikskólans og er grænfáninn sem blaktir við hún tákn um þær áherslur. Tilraunir hvers konar og upplifun í náttúrunni er ríkur þáttur í skólastarfinu.
Helstu áherslur leikskólans varðandi námssviðið eru:

Umhverfissáttmáli Kirkjubóls

Þegar grænfánaverkefnið hófst setti leikskólinn sér umhverfissáttmála til að gera umhverfisstefnu leikskólans markvissari og sýnilegri. Sáttmálinn segir: ið viljum að börnin læri að njóta náttúrunnar árið um kring, þekki sitt nánasta umhverfi, beri virðingu fyrir lífríkinu og gangi vel um. Við förum vel með náttúruauðlindirnar, spörum orku, flokkum úrgang og endurnýtum það sem hægt er.

Markmið kirkjubóls með umhverfismennt eru:
• Að börnin læri að njóta náttúrunnar árið um kring og þekki sérkenni hverrar árstíðar.
• Að börnin kynnist nánasta umhverfi leikskólans og læri að ganga vel um og bera virðingu fyrir náttúrunni.
• Að lífrænn úrgangur sé jarðgerður.
• Að börnin átti sig á mismunandi úrgangi og hvort/hvernig hann er endurunnin.
• Að börnin verði virkir þátttakendur í að fara vel með vatn og raforku.
• Að börnin rækti blóm og grænmeti.
• Að halda umhverfinu hreinu.

Leiðir að umhverfissáttmála og umhverfismennt Kirkjubóls:
• Að efla umhverfisvitund barnanna með fræðslu, góðu fordæmi og verkefnum
• Að nýta efni sem til fellur m.a. til sköpunar, rannsókna og tilrauna.
• Að börnin setji lífrænan úrgang í „Svanga Manga“
• Að flokka annan úrgang, pappír, fernur, pappa, málma, gler, plastumbúðir, rafmagnsvörur, rafhlöður ofl. og setja í endurvinnslu.
• Að gæta þess að slökkt sé á rafmagnstækjum þegar þau eru ekki í notkun. Að slökkva ljós á svæðum þar sem enginn er og vatn sé ekki látið renna að óþörfu.
• Að týna upp rusl í umhverfinu og taka þátt í vorhreinsidögum bæjarins.

Umhverfisnefnd


Elstu börn leikskólans eru í umhverfisnefnd ásamt leikskólastjóra og eru fundir í nefndinni um 6 yfir veturinn. Fundargerðir nefndarinnar eru aðgengilegar á heimasíðu leikskólans og er þar sett fram hver markmiðin með stundinni eru.

Ræktun


Börn leikskólans taka þátt í ræktun yfir sumartímann í skólagörðum Garðabæjar og í hverri viku eru vettvangsferðir þangað yfir sumarið til að sinna garðinum. Í lok sumars er afraksturinn tekinn upp, hann skoðaður, vigtaður, handfjatlaður og síðast en ekki síst borðaður öllum til mikillar ánægju. Síðastliðið sumar voru jafnframt gróðursettir rifsberjarunnar, sólberjarunnar og reynitré í leikskólagarðinum til að auðvelda börnunum að fylgjast með náttúrunni og því sem hún getur gefið okkur. Börnin taka þátt í ræktun sumarblóma og fara með plöntuna sína heim eftir að hafa komið henni upp af fræi í leikskólanum. Ýmsar tilraunir eru gerðar með ræktun upp af ýmsum fræjum eins og papriku og eplasteinum.

Vettvangsferðir

Elstu börn leikskólans fara reglulega í hraunholt þar sem þau fá mikla útrás fyrir leiki í náttúrunni. Úfið hraunið, fuglar og gróður eru uppspretta umræðu, skynjunar og upplifunar sem tengist inn í öll námssvið leikskólans. Þarna er lögð áhersla á að njóta náttúrunnar og alls þess sem hún hefur upp á að bjóða. Börnin fara í heilan hring með náttúrunni, byrja að tína ber að hausti og fylgjast svo með grænjöxlunum sumarið eftir. Þau fylgjast með farfuglunum, hvernig veðrið breytist og umhverfinu í gegnum árstíðirnar.

Farnar eru vettvangsferðir um nánasta umhverfi leikskólans með öllum börnum reglulega yfir árið, eigi sjaldnar en einu sinni í mánuði. Oft eru slíkar gönguferðir nýttar til að fara með pappírsfernur í grenndargáma sem eru stutt frá. Einnig taka öll börn þátt í vorhreinsidögum Garðabæjar og leggja sitt af mörkum til að halda bænum sínum hreinum. Það sem finnst í vettvangsferðum er oft á tíðum borið í leikskólann t.d. steinar, ber, pöddur og ýmislegt verðlaust efni sem unnið er áfram með.

Sköpun


• Verðlaust efni mikið notað í sköpun og reynt að endurnýta sem mest.
• Endurvinnsla á pappír í garðinum að sumri til og pappírinn nýttur um veturinn.
• Áhersla á að hlutir geta fengið nýtt hlutverk t.d. geta dósir orðið trommur, krukkur orðið kertalugtir og mjólkurfernur hentugar til að rækta sumarblómin í.
• Könnunarleikur á yngstu deildinni þar sem leikefnið er ýmist verðlaust efni.

Matur – innkaup


Í leikskólanum er leitast við að kaupa umhverfisvottaða vöru í hvívetna og endurnýta það sem mögulegt er. Við förum vel með og gætum hófsemi í notkun á pappír, handsápu, vatni og rafmagni.

Fræðsla


Leikskólinn býr yfir fjölbreyttu námsefni í tengslum við námssviðið
• Mikið af bókum sem tengjast vísindum, tilraunum, náttúru og dýralífi.
• Spil eins og plöntubingó, fuglaspil, hljóðaspil, dýraspil, árstíðaspil og fleira .
• Upp á veggjum hanga alheimskort, Íslandskort og Garðabæjarkort, heimskort.


Fjölgreindir

Árið 1983 kom út bókin Frames of mind eftir bandaríska sálfræðinginn Howard Gardner.Í þessari bók setur hann fram kenningu um að maðurinn búi yfir 7 greindum, sú áttunda hefur bætst við síðan, og hægt sé að þroska og þróa þessar greindir, sem er í andstöðu við það álit að maðurinn hafi aðeins eina greind og hún sé óumbreytanleg.Því gerði hann það viljandi að kalla þær greindir í stað hæfni eða getu.

Til að kallast greind en ekki bara hæfileiki eða sérgáfa, varð hver greind að standastátta mælikvarða.Meðal þeirra er að hver greind hefur ákveðna staðsetningu í heilanum og afleiðing heilaskaða er skert geta.Sem dæmi ef skemmd verður á Broca-svæðinu sem er í vinstra ennisblaði mun það hafa áhrif á getuna til að tala, lesa og skrifa, en viðkomandi getur sungið, dansað og reiknað.Ofvitar (idiots savants), afburðagreint fólk og aðrir álíka frávikshópar þar sem einstaklingur er með eina greind á mjög háu stigi, en hinar greindir á lágu stigi, rétt eins og fjall upp úr flatlendi.Þetta geta verið mismunandi greindir en margir þekkja kvikmyndina Rainman þar sem aðalpersónan var með rök- og stærðfræðigreindina mjög háa en aðrar greindir mjög lágar og var ekki fær um að sjá um sjálfan sig, hafði lítinn málþroska og átti erfitt með samskipti.Þroskaferli greindar og skilgreinanlegur hámarksárangur, Gardner telur að greindirnar verði virkar þegar einstaklingur leggur stund á einhverja iðju sem er mikilsmetinn í viðkomandi menningu og að framför einstaklingsins við slíka iðju fylgi ákveðnu þroskamynstri. Tónsmíðar virðast td. þróast snemma, en Mozart var fimm ára þegar hann byrjaði að semja, getan í stærðfræði kemur seinna eða á unglingsárum og það er hægt að verða góður skáldsagnahöfundur um fertugt.

En lykilatriðin eru að hver einstaklingur býr yfir öllum greindunum, flestir geta þróað hverja greind á viðhlítandi getustig, greindirnar starfa saman áflókinn hátt og það er hægt að vera greindur á mismunandi hátt á hverju sviði.

Síðast en ekki síst hver einstaklingur hefur sinn einstaka greindaprófíl.

Greindirnar eru:Málgreind, rök- og stærðfræðigreind, rýmisgreind, tónlistargreind, líkams- og hreyfigreind,samskiptagreind, sjálfsþekkingargreind og umhverfisgreind

Eins og áður hefur komið fram starfa greindirnar saman á flókinn hátt, það er aldrei þannig að einungis sé verið að nota eina greind. Ef við skoðum hreyfistund hjá börnunum sem er í salnum vikulega, þá eru börnin að sjálfsögðu að nota líkams- og hreyfigreindina.En þau eru líka að nota málgreindina því þau tala saman, þau nota rýmisgreindina til að átta sig á svæðinu sem þau hafa til umráða eða hversu langt er út að horn í salnum, þau eru að nota samskiptagreindina til að vinna saman, þau eru að nota sjálfsþekkingargreindina til að átta sig á hvernig þau ætla að leysa verkefnið sem fyrir þau var lagt, þau nota tónlistargreindina þegar þau hlusta á tónlist eða þau syngja, þegar þau eiga td. að stoppa inn í hring á gólfinu eru þau farin að nota rök- og stærðfræðigreindina.

Þegar við vinnum með börnin notum við sterku greindir þeirra til að styðja við aðrar sem eru ekki eins sterkar.Svo við notum aftur dæmi úr hreyfistund, þá notar barnið sem er sterkt í líkams- og hreyfigreindinni þá greind til að hjálpa sér að byggja upp styrkleikann í tónlistargreindinni sem er ekki eins sterk og það getur líka verið á hinn veginn að barnið sem er með sterka tónlistargreind notar hana til að styrkja líkams- og hreyfigreindina.

Þegar við tölum við/um börnin tölum við um að þau séu snjöll (tónlistarsnall),vís (umhverfisvís),eða klár (klár í samskiptum).Einnig er búin til snillimynd af barni þar sem geta þeirra í hverri greind er metin og sett er upp í snillimynd.

Howard Gardner hefur enga trú á að til sé ein rétt leið til að hagnýta kenningu hans um fjölgreindir.Grundvöllur kenninga hans sé virðing fyrir margbreytileika mannanna, fjölbreyttum námsaðferðum, fjölda möguleika á að meta námsárangur og hinum óteljandi leiðum sem menn geti farið til að setja mark sitt á veröldina.

 • Erla Kristjánsdóttir, Jóhann Ingi Gunnarsson og Sæmundur Hafsteinsson (2004).Lífsleikni.Sjálfstraust, sjálfsagi og samkennd, handbók fyrir kennara og foreldra.Reykjavík: Námsgagnastofnun

—Thomas Armstrong (2001).Fjölgreindir í skólastofunni.Þýðandi Erla Kristjánsdóttir. Reykjavík: JPV útgáfa.

—Thomas Armstrong (2005).Klárari en þú heldur.Þýðandi Erla Kristjánsdóttir. Reykjavík: Námsgagnastofnun

Málgreind í pdf skjali

Rök- og stærðfræðigreind í pdf skjali

Stærðfræði í leikskóla

Börn þróa með sér margar stærðfræðihugmyndir áður en þau ná skólaaldri. Fullorðnir geta hlúð að þróun stærðfræði hjá börnum frá unga aldri með því að hafa umhverfið auðugt, hvetja til rökhugsunar, meta sérkenni og styðja við rannsóknir.

Kjarninn í stærðfræðiverkefnum fyrir 4-7 ára börn eru tölur (talnaskilningur og aðgerðir) og rúmfræði. Það er grundvallaratriði að börn byggi upp skilning á tugakerfinu. Skilningur á mynstrum, mælingum og tölfræði stuðlar að skilningi á tölum og rúmfræði og lærist í samspili við þær.

Yfirmarkmið Kirkjubóls

 1. Að efla með börnum stærðfræðilega hugsun og talnaskilning og byggja þannig upp góðan grunn fyrir frekara stærðfræðinám.
 2. Að efla skilning á ýmsum grunnhugtökum innan stærðfræðinnar.
 3. Að gefa börnunum tækifæri til að nota stærðfræði við lausn viðfangsefna og byggja þannig upp ímyndunarafl þeirra, frumkvæði og rökhugsun.
 4. Að umhverfið sé vel skipulagt og hvetji til rannsókna og athugana.
 5. Að kennsluefni sé aðgengilegt, fjölbreytt og við hæfi.
 6. Að námið sé einstaklingsmiðað.
 7. Að flétta stærðfræði inn í daglegt starf og sem flest námssvið leikskólans.

Námskrá Kirkjubóls- styttri útgáfan .pdf -

Námskrá Kirkjubóls í stærðfræði - lengri útgáfa

Hefðir og siðir

Í leikskólanum er lögð rækt við ýmsar þjóðlegar hefðir og hátíðir, einnig á leikskólinn sínar sérstöku menningarhefðir. Meðal fastra liða eru:

Fagnaðarfundir eru á föstudögum. Þá hittast öll börn leikskólans í salnum um kl. 11 og syngja saman. Deildirnar skiptast á að sjá um fundinn, börnin velja lög og kynna þau í púlti.

Ball í salnum um það bil einu sinni í mánuði á föstudegi og þá er ekki fagnaðarfundur.

Desember er skemmtilegur mánuður og margt að gerast. Börnin baka piparkökur og bjóða foreldrum í heimsókn snemma í mánuðinum. Farið er í kirkjuferð, haldið jólaball, horft á leikrit, sungnir jólasöngvar og lesnar jólasögur.

Þorrablót er haldið á bóndadaginn og þá er feðrum boðið í morgunverð og í hádeginu er framreiddur hefðbundinn þorramatur. Í tengslum við konudaginn bjóðum við mæðrum í kaffi til okkar.

Furðufataball er haldið á öskudag. Þá mæta allir í furðufötum, bæði börn og starfsfólk og gera sér glaðan dag.Sveitaferð er farin annað hvert ár í maí. Þá gefst börnum, foreldrum og starfsfólki tækifæri að skella sér saman í sveitina og skoða dýrin.

Dagsferð elstu barna í Vatnaskóg er í maí hvert ár.

Opið hús er í öllum leikskólum í Garðabæ í apríl eða maí en þá setjum við upp myndlistarsýningu með verkum barnanna sem er afrakstur vetrarstarfsins Börnin geta með miklu stolti sýnt foreldrum, ömmum, öfum og öðrum verk sín.© 2016 - 2019 Karellen