Þróunarverkefni skólans

Skólaárið 2013-2014 var unnið með barnasáttmálann og hér má sjá afrakstur af vinnu barnanna.

Starfsfólkið skipti með sér að vinna með ákveðna þætti og öll börnin voru virkir þátttakendur í öllum þemunum.

Börnin sögðu frá, létu í ljós skoðanir sína með teikningum, máluðum myndum, ljósmyndum og skúlptúrum

Þetta var skemmtileg og gefandi vinna bæði fyrir börn og starfsfólk

Þátttaka barna.pdf- hverju eiga börn að ráða og hafa áhrif á? Geta þau sagt hvað þeim finnst og er hlustað?

Skólinn - líðan og upplifun barna af skólanum

Tómstundir barna -heild.pdf - hvað gera börnin? Er úr nægu að velja?

Fjölskyldan og heimilið.pdf - hvað skiptir máli?

Nærumhverfi og skipulag.pdf - hvað er gott og hvað má betur fara?

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna - styttri útgáfa

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna


Formáli:

Mál- og vitsmunaþroski eru samofnir og hafa gagnkvæm áhrif.
Málörvun er rauður þráður í daglegu starfi leikskólans. Leitast er við að leggja góðan grunn í öllum
samskiptum, bæði með sögum, söngvum, þulum og með því að vera börnunum góð málfyrirmynd.
Farið er í málörvandi leiki og börnunum gefið tækifæri á að tjá sig og hlusta á aðra.

Markmið:

1. Að efla málþroska og að börnin læri vandað mál.
2. Að börnin geti tjáð sig í heilum setningum. (Mismunandi eftir aldri)
3. Að hvert barn geti tjáð sig frjálslega og sé fært um að hlusta á aðra.
4. Að börnin geti hlustað, skilið og notið góðra, fjölbreyttra bókmennta.
5. Að hafa ritað mál sýnilegt börnunum, bókstafi og tölustafi.
6. Að efla orðaforða og hugtakaskilning.

Leiðir að markmiðum:

1. Í öllum daglegum samskiptum er lögð rækt við að tala vandað mál.
- Við matarborðið.
- Í sögu- og samverustundum.
- Í gegnum leikinn.
- Í fataherberginu.
- Söngvar – vísur – þulur.
- Orða- og hugtakaútskýringar t.d í tengslum við hefðir og árstíðir.

2. Markviss málörvun. Unnið er með fyrstu kaflana í samnefndri bók eftir Sigrúnu Löve, Helgu Friðfinnsdóttur og Þorbjörgu Þóroddsdóttur.
Unnið er tvisvar sinnum í viku í 20 – 30 mínútur í senn með 5 ára börnum og einu sinni í viku með 4 ára börnum.

3. Verkefni elstu barna unnin einu sinni í viku í 30 – 40 mínútur.

4. Frásögn. Hvert barn fær tækifæri til að segja frá á meðan hin börnin hlusta.

5. Framsögn. Barnið stendur við púlt og kynnir. Þetta er m.a. gert á “Fagnaðarfundum” á föstudögum þar sem allir koma saman til að syngja og gleðjast.

6. Lestrar- og skriftarhvetjandi umhverfi. Helstu hlutir í umhverfinu eru merktir með skýrum prentstöfum. Það sem tilheyrir hverju barni er einnig merkt með nafni þess. Börnin eru hvött til að skrifa nafnið sitt, pappír og ritfæri eru ávallt aðgengileg.

7. Fjölbreytt leikefni fyrir frjálsan leik t.d. stafir, stafapúsl, stafaspil, tölvuleikir, rímmyndir, tölur og hugtök.

Mat:

- Leikskólakennarar taka Hljóm 2 próf á öllum börnum í elsta hóp að hausti.
- Talmeinafræðingur skimar öll börn í elsta hóp að hausti og vori.
- Í janúar eða febrúar ár hvert gerum við könnun á öllum börnum fyrir árleg foreldraviðtöl.
- Könnun að vori í markvissri málörvun hjá börnum í elsta hóp.

Hér má einnig nálgast Læsisstefnuna á pdf-formi

Brúum bilið

Í Garðabæ er samstarf á milli leik- og grunnskóla sem kallast Brúum bilið, það felur í sér að börn í elsta árgangi leikskólans heimsækja grunnskólann og gagnkvæmar heimsóknir kennara eru á milli skólastiganna. Markmið þessarar samvinnu er að stuðla að öryggi og vellíðan barnanna við flutning á milli skólastiga og skapa samfellu í námi. Samstarfsskóli okkar á Kirkjubóli er Flataskóli og á hverju hausti er útbúin samstarfssamningur á milli skólanna þar sem kemur fram hvernig samvinnunni skuli háttað yfir veturinn.
Elstu börnin vinna saman í hóp í samvinnustund einu sinni í viku að sérstökum verkefnum. Verkefnin eru unnin samkvæmt námskrá 5 ára barna á Kirkjubóli þar sem áhersla er lögð á lífsleikni, stærðfræði, markvissa málörvun og ýmsar vettvangs- og menningarferðir.

Í pdf skránum er fjallað nánar um námskrá 5 ára barnanna, markvissu málörvunina og samvinnustundirnar.

Námskrá 5 ára barn í Kirkjubóli

Markviss málörvun

Samvinnustundir 5 ára barna

null

Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa gert samstarfssamning við systrasamtökin Red Barnet í Danmörku og Mary Fonden um notkun námsefnisins Fri for Mobberi sem er forvarnarverkefni gegn einelti fyrir leikskólum og yngstu bekki grunnskóla. Barnaheill hafa þýtt, staðfært og framleitt það efni sem ætlað er leikskólum og hefur verkefnið hlotið nafnið Vinátta á íslensku.

Leikskólinn okkar var valinn sem frumkvöðlaleikskóli til að nota efnið veturinn 2014 – 2015. Barnaheill fræða og þjálfa starfsfólk í notkun efnisins í skólanum, en árangur byggir einnig á viðleitni foreldra. Við vonum að þið foreldrar munið leggja okkur lið.

Mikilvægt er að hefja forvarnarstarf strax á leikskólastigi með því að vinna með góðan skólabrag, jákvæð samskipti, vinsemd og virðingu fyrir fjölbreytni í nemendahópnum.

Við vitum að einelti á sér stað í skólum, sérstaklega meðal barna í 4.-7. bekk. Rót eineltis má þó oft rekja til leikskóla. Það er því mikilvægt að hafa afskipti snemma og hefja forvarnarstarf í leikskólum til að koma í veg fyrir einelti síðar. Vinátta er góð leið til þess.

Taska með fræðsluefni

Um er að ræða tösku sem inniheldur efni fyrir nemendur og kennsluleiðbeiningar fyrir starfsfólk, auk efnis til að nota með foreldrum og starfsfólki. Hvatt er til samtala og leikja með börnum sem byggja á gildum verkefnisins; umhyggju, virðingu, umburðarlyndi og hugrekki. Gert er ráð fyrir fjölbreyttum vinnubrögðum, svo sem hlustun, umræðu og tjáningu í leik, jafnt úti sem inni. Í töskunni er bangsi, nuddprógramm, samræðuspjöld, klípusögur, leiðbeiningar um notkun og fróðleikur fyrir starfsfólk.

null

Hugrakkir krakkar segja frá

Markmið Vináttu - verkefnisins er:

 að samfélagið í leikskólanum einkennist af umburðarlyndi og virðingu
 að skapa umhverfi þar sem börn sýna hvert öðru umhyggju
 að börn læri að bregðast við neikvæðri hegðun og einelti
 að virkja einstaklinga og gefa þeim hugrekki til að grípa inn í og verja félaga sína

Bangsinn Blær

Blær er táknmynd vináttunnar í verkefinu. Blæ fylgja litlir hjálparbangsar sem ætlaðir eru hverju barni sem tekur þátt í Vináttu. Blær og hjálparbangsarnir tákna traust og vináttu og er ætlað að minna börnin á að passa upp á aðra og að vera góður félagi allra.

null

Markhópar

Vináttuverkefnið er ætlað þremur markhópum og í töskunni er efni fyrir þá:

Kennarar: Kennarar eru hvattir til að skapa umhverfi gegn einelti og virkja börn í athöfnum sem styrkja tilfinningagreind þeirra.

Foreldrar: Foreldrar bera ábyrgð á að tryggja að börn fái skilaboð um að hægt sé að koma í veg fyrir einelti með því að styðja velferð þeirra og stuðla að góðum samskiptum í vinahópum. Á barnaheill.is/vinatta er að finna fimm góð ráð til foreldra. Jafnframt er veggspjald með foreldraráðunum á leikskólanum.

Börn: Vináttuverkefnið stuðlar að samræðum fyrir börn um slæma hegðun og einelti og fræðir þau um leiðir til að takast á við vondar aðstæður og segja nei.

Það er lykilatriði fyrir árangur að starfsfólk og foreldrar vinni saman og allir taki þátt til að koma í veg fyrir einelti.

Mögulegt er að kynna sér frekar vináttu verkefnið á heimasíðu Barnaheilla á barnaheill.is/vinatta. Á danska vefnum friformobberi.dk er einnig hægt að spila leiki með börnunum. Við erum líka á Facebook.© 2016 - 2019 Karellen