Við skólann starfar sérkennslustjóri í 75% stöðu.

Hlutverk sérkennslustjóra er að halda utan um þau börn sem einhverra hluta vegna þurfa á sérkennslu að halda. Hann ber ábyrgð á og skipuleggur vinnu- og þjálfunarstundir.

Í margbreytilegum barnahóp í leikskóla þurfa sum börn tímbundið á sérkennslu að halda s.s. vegna málörvunar, félagsfærni og samskipta, fín-og grófhreyfinga . Þetta er oft kallað að þau séu á gráu svæði . Hlutverk sérkennslustjóra er að styrkja og efla þessi börn og fer vinnan fram í gegnum leik í stórum og litlum hópum.

Sérkennsla er ávallt unninn í samvinnu við foreldra barnsins og með þeirra samþykki.

Þegar í ljós kemur að barn þarf á meiri sérkennslu að halda fær það úthlutað frá 2 upp í 8 tíma á dag eftir eðli frávikanna og er ráðinn sérstakur stuðningskennari sem starfar með sérkennslustjóra og öðrum sérfræðingum.

Hlutverk sérkennslustjóra felst einnig í að styðja við starf á deildum og veita faglegar ráðleggingar til starfsfólks.

Sérkennslustjóri skipuleggur teymisfundi /foreldrafundi ásamt kennurum og sérfræðingum.

Sérkennslustjóri starfar með teymi sérfræðinga í Garðabæ þ.e. sérkennslufulltrúa, talmeinafræðingi, sálfræðingi og barnalækni. Einnig er samstarf við sjúkraþjálfa og iðjuþjálfa.

© 2016 - 2019 Karellen