Karellen

Karellen

Karellen er upplýsingakerfi sem auðveldar kennurum vinnu sína og gerir foreldrum betur kleift að fylgjast með því sem gerist í leikskólanum. Allir foreldrar fá lykilorð að kerfinu og geta þannig fengið upplýsingar um starfið og barn sitt í gegnum símann eða tölvuna heima.

Kerfið heldur utan um allar myndir af börnunum þar til leikskóladvöl líkur og geta foreldrar hlaðið niður þær myndir sem þeir vilja eiga af barninu.

Í kerfinu er hægt að senda skilaboð til skólans en hafa skal í huga að allir starfsmenn skólans hafa aðgang að þeim skilaboðum. Einnig er hægt að skrá barnið í leyfi/veikindi í gegnum kerfið.

Hér má sjá leiðbeiningar um hvernig kerfið virkar Leikskólakerfið karellen fyrir foreldra

Hér er hægt að sækja karellen appið af Apple store og Google store


Búa til aðgang

Til að foreldrar og aðstandendur geti fengið lykilorð í Karellen þurfa netföng þeirra að vera skráð af viðkomandi skóla barns í Karellen kerfið.

Næsta skref er svo að velja innskráningu í Karellen á heimasíðu skóla barnsins (upp í hægri horni) eða á my.karellen.is.

Velja virkja aðgang (fyrsti linkur fyrir neðan Skrá Inn).

Settur inn netfangið sem er skráð hjá skólanum.

Opnar póst á netfaningu þar sem gefið er upp lykilorð.

Opnar aftur my.karellen.is og notar netfangið sem notandanafn og slærð inn lykilorðið.

Ef aðgangur fæst ekki skal leita ráða hjá leikskólastjóra.


© 2016 - 2024 Karellen