Velkomin í leikskólann Kirkjuból

Leikskólinn Kirkjuból er þriggja deilda leikskóli og er barnafjöldinn 61. Börnin skiptast á deildar eftir aldri.

Deildin Holt er fyrir yngstu börnin sem eru á aldrinum 18.mánaða - 3 ára

Deildin Lundur er fyrir 3-4 ára born

Deildin Heiði er fyrir 4-5 ára börn

Leikskólabyrjun

Að byrja í leikskóla er ný reynsla fyrir barn og foreldra þess og leiðir það oft til mikilla breytinga í fjölskyldulífinu. Leikskólabyrjunin er mikilvæg, fyrir börn jafnt sem foreldra.Þau kynnast í sameiningu mörgum þáttum í starfi leikskólans,nýjum húsakynnum, starfsfólki og leikfélögum, því leikskólinn er heill heimur út af fyrir sig.Foreldrum og starfsfólki gefst tími til að kynnast og skiptast á upplýsingum um barnið. Það veitir barni mikið öryggi að takast á við nýjar aðstæður með foreldra sér við hlið.Við köllum þetta stigvaxandi þátttöku.

Leikskólabyrjun barns í Kirkjuból tekur um það bil tvær vikur. Þessi tími er mikilvægur þar sem barnið kynnist mörgum þáttum í starfi leikskólans og venst smátt og smátt nýjum aðstæðum og húsakynnum. Foreldrar og barn kynnast í sameiningu nýjum leikfélögum, starfsfólki og umhverfi. Til aukins öryggis fyrir barnið er foreldri með því fyrstu dagana og þá gefst tími til að skiptast á upplýsingum um barnið og starfsemi leikskólans.
Áður en leikskólabyrjun hefst koma foreldrar í viðtal með leikskólastjóra og deildarstjóra.

Aðlögun

1. dagur: Barn og foreldri/ar dvelja saman í leikskólanum frá 9:00 - 11.00
2. dagur: Barn og foreldri dvelja saman í leikskólanum frá 9.00 - 12.00. Barnið er með í matartíma, foreldri aðstoðar eða bíður.
3. dagur: Barnið er í 6 tíma frá kl 9:00 – 15:00. Foreldri er boðið að fara frá kl. 11:00 og koma aftur kl 13:30 eða þegar barnið vaknar eftir hvíldartíma og vera með því fram yfir nónhressingu.
4. dagur: Barnið kemur kl. 8:30 (ef vistunartími hefst fyrir kl. 9) . Barnið er með í hádegismat og hvíldartíma án foreldris
5. dagur: Barnið er í leikskólanum án foreldris. Er sótt eftir hvíldartíma
6. dagur: Þennan dag er barnið með í nónhressingu og er sótt kl. 15:00
7. dagur Barnið dvelur í leikskólanum umsaminn vistunartíma ef vel gengur, fer það eftir þörfum hvers og eins.

Þetta er viðmið um leikskólabyrjunina. Eftir fyrstu þrjá dagana er samráð á milli foredlris/a og leikskólakennara um framhaldið, því það er mjög einstklingsbundið hversu langan tíma hvert barn þarf.

Leikskólabyrjun barns í Kirkjuból tekur um það bil eina viku. Þessi tími er mikilvægur þar sem barnið kynnist mörgum þáttum í starfi leikskólans og venst smátt og smátt nýjum aðstæðum og húsakynnum.
Foreldrar og barn kynnast í sameiningu nýjum leikfélögum, starfsfólki og umhverfi. Til aukins öryggis fyrir barnið er foreldri með barninu í leikskólanum fyrstu þrjá dagana, lengur ef þörf krefur. Þá gefst tími til að skiptast á hagnýtum upplýsingum um barnið og starfsemi leikskólans.

Aðlögun eldri barna
Áður en byrjunin hefst koma foreldrar í viðtal við leikskólastjóra og deildarstjóra.

1. dagur: Barn og foreldri/ar dvelja saman í leikskólanum frá 9 - 12
2. dagur: Barn og foreldri dvelja saman í leikskólanum frá kl. 13 - 16.
3. dagur: Barnið er í fimm tíma frá kl 8:30 - 14.00 (ef vistunartími hefst fyrir kl. 9), barnið er með í í hádegismat og hvíldar- eða sögustund.
4. dagur: Barnið kemur kl. 8:30 eða 9:00 og er til kl. 15. Þennan dag er barnið með í nónhressingu.
5. dagur: Barnið dvelur í leikskólanum umsaminn vistunartíma ef vel gengur, fer það eftir þörfum hvers og eins.

Þetta er viðmið um leikskólabyrjun. Eftir þrjá fyrstu dagana er samráð á milli foreldra og leikskólakennara um framhaldið, því það er mjög einstaklingsbundið hversu langan tíma hvert barn þarf.

Inngangur í leikskólann
Í leikskólanum eru fjórir inngangar, einn inn á hverja deild auk starfsmannainngangs. Foreldrar / forráðamenn eru vinsamlegast beðnir að nota innganginn á viðkomandi deild og nota skóhlífar. Mjög mikilvægt er að foreldrar gæti þess að hliðin í garðinum séu alltaf lokuð og leyfi börnunum ekki að opna hliðin.

Leikföng
Börnin mega koma með bækur, spil, geisladiska og mjúk dýr s.s. bangsa til að kúra hjá. Nauðsynlegt er að merkja vel svo hlutirnir rati í réttar hendur í lok dags. Önnur leikföng eiga að vera heima því að leikskólinn býr yfir fjölbreyttum leikfangakosti sem öll börnin geta notið í sameiningu.

Skipulags- og námskeiðsdagar
Skipulags- og námskeiðsdagar eru fjórir á ári, þá er leikskólinn lokaður. Dagarnir eru auglýstir með 4 vikna fyrirvara og einnig eru þeir á skóladagatali og á heimasíðu leikskólans. Á skipulagsdegi kemur starfsfólk saman undirbýr skólastarfið, situr fyrirlestra, sækir námskeið og fleira.

Skólaskrifstofa
Leikskólar Garðabæjar heyra undir Fræðslu- og Menningarsvið.
Börn í leikskólanum hafa aðgang að sérfræðiþjónustu hjá talmeinafræðingi, sálfræðingi og sérkennara sem starfa á vegum bæjarins. Foreldrar og starfsmenn geta leitað til þessara sérfræðinga ef þeir telja ástæðu til og er slíkt ávallt gert í samvinnu með foreldrum.

Afmæli: Á afmælisdegi barnsins viljum við að það eigi eftirminnilegan dag. Afmælisbarnið skreytir sína eigin kórónu, situr í hásæti við matarborðið (Kanínudeild) fær fána á borðið sitt (eldri deildar), fær fána í hólfið sitt og kröftugan afmælissöng. Það fær ennfremur að vera umsjónarmaður þennan dag, velja sér skrautlegan disk til að borða af og velja hvaða saga verður lesin eftir matinn. Á fagnaðarfundi á föstudögum er sungið sérstaklega fyrir afmælisbörn vikunnar.

Við erum með vinsamleg tilmæli varðandi afmælisveislur heima hjá börnunum að bjóða annað hvort öllum strákum eða öllum stelpum á deildinni eða öllum hópnum sem afmælisbarnið tilheyrir. Svona reglur eru í grunnskólanum og settar á til að koma í veg fyrir að börn upplifi sig utan hópsins og skilin útundan. Ef afmælisveislur í heimahúsi eru með öðru sniði þarf það að vera alfarið fyrir utan leikskólann. Afmælisboðskort og gjafir eiga ekki að koma í leikskólann en upplýsingar varðandi hópa getur starfsfólk veitt.

Veikindi barna: Ef barn er veikt, með hita eða smitandi sjúkdóm, á það ekki að koma í leikskólann. Vinsamlega hringið og látið okkur vita þegar svona stendur á. Ef barnið veikist í leikskólanum hringjum við og látum vita. Þegar barnið er orðið hitalaust og frískt má það koma aftur í leikskólann.
Athugið að innivera kemur ekki í veg fyrir veikindi.

Lyfjagjafir: Takmarka skal sem kostur er allar lyfjagjafir í leikskólanum og er lyfjagjöf á ábyrgð foreldra. Í þeim tilfellum sem ekki verður hjá því komist að gefa lyf í leikskólanum þarf að fylla út lyfjaeyðublað og er lögð áhersla á öryggi og nákvæmni. Af þeim sökum ætlumst við til að lyfið sé geymt heima en einungis komið með réttan skammt í sprautu sem er vel merkt nafni barnsins.

Sumarleyfi: Leikskólar Garðabæjar loka ekki yfir sumarið. Öll börn þurfa þó að taka fjórar vikur í sumarfrí á tímabilinu 15. maí - 1. september. Að jafnaði er það júlígjaldið sem fellur niður. Yfir sumarið er meiri áhersla lögð á útiveru og starfsemin flutt út að miklu leyti. Vinsamlega athugið að stundum er nauðsynlegt að loka deildum yfir sumarið og sameina vegna viðhalds eða annarra orsaka.

Fatnaður: Við í leikskólanum förum út á hverjum degi og því er mikilvægt að börnin séu með föt sem hæfa íslenskri veðráttu s.s. polla- og kuldagalla, stígvél, hlýja peysu, vettlinga, ullarsokka og húfu. Merkið föt og skó barnanna vel.

Inni á baðherbergjum eru körfur merktar börnunum og þar eru geymd aukaföt þeirra s.s. nærföt, sokkar, peysur og buxur. Nauðsynlegt er að alltaf sé a.m.k. einn umgangur af fatnaði á barnið í körfunni.

Gott er að barnið eigi inniskó þar sem gólfin geta verið köld.

© 2016 - 2019 Karellen