Karellen

Fjölgreindir

Kirkjuból byggir faglegt starf sitt að hluta til á fjölgreindarkenningunni. Fjölgreindirnar eru átta og skipuleggjum við starfið í kringum þær. Unnið er með allar gáfurnar í daglegu starfi en lagt er sérstaka áheyrslu á vissar greindir yfir viss tímabil á skólaárinu:

Málgreind: Unnið með allt árið

Markmið: er að auka orðaforða og skilning á íslensku máli. Unnið með rím, takt, kvæði og sögur.

Sjálfsþekkingar- og samskiptagreind: september til nóvembers

Markmið: er að efla samkennd og lýðræðisleg vinnubrögð hjá börnunum, ásamt því að efla sjálfsvitund, sköpun, tjáningu og umburðarlyndi.

Tónlistargreind: nóvember til janúar

Markmið: að kynnast fjölbreyttum hljóðfærum /hljóðgjöfum og efla hlustun og hugtakaskilning.

Rök- rýmis- og stærðfræðigreind: janúar til mars.

Markmið: að efla skilning á stærðfræðihugtökum, talnaskilning ásamt því að læra að þekkja form og liti. Einnig er unnið með að efla skynjun á rými, speglun, mynstri, rökhugsun, flokkun, mælingu og hvetja til athugana og rannsókna.

Umhverfis- og hreyfigreind: apríl til maí.

Markmið: að efla áhuga og skilning á náttúru og dýralífi, ásamt því að efla ábyrgðarkennd gagnvart náttúrunni og vinna með endurvinnslu og flokkun á sorpi. Fara í vettvangsferðir og njóta náttúrunnar þegar við eflum þol, þrek og úthald.

© 2016 - 2023 Karellen