Karellen

Rýmis- rök- og stærðfræðigreind


Rýmisgreind
Að geta skynjað nákvæmlega hið sjónræna, rúmfræðilega umhverfi og til þess að umskapa þessa skynjun. Þessi greind felur í sér getuna til að skynja liti, línur, lögun, form, vídd og tengsl milli hluta. Þeir sem búa yfir sterkri rýmisgreind geta séð hluti fyrir sér, tjáð sig með myndrænum hætti og eiga einfalt með að átta sig á rúmfræðilegum kerfum.


Rök- og stærðfræðigreind
Að geta notað tölur í ýmsum tilgangi og hugsað rökrétt telst til rök- og stærðfræðigreindar. Þeir sem búa yfir þessari greind hafa næmi fyrir röklegum mynstrum og tengslum, staðhæfingum og yrðingum, föllum í stærðfræði og öðrum skyldum óhlutstæðum hugtökum. Greindin notar aðferð eins og frumflokkun, flokkun, ályktun, alhæfingu, útreikninga og tilgátuprófun.


Við eflum rýmisgreind með því að:

 • Nota fjölbreyttan efnivið til listsköpunar bæði verðlausan og aðkeyptan
 • Leika með leir
 • Leika með kubba af öllum stærðum og gerðum
 • Púsla fjölbreytt púsluspil
 • Ganga frá á leiksvæðum
 • Leika í útiveru og fara í vettvangsferðir

Við eflum rök- og stærðfræðigreind með því að:

 • Leika með kubba af öllum stærðum og gerðum
 • Spila fjölbreytt spil sem m.a. þjálfa tölur og talnaskilning
 • Leysa úr ágreiningi með umræðum
 • Taka þátt í umræðum í samverustundum, við matarborðið, í daglegu starfi o.fl.
 • Hafa fjölbreytt námsefni sem tengist stærðfræði t.d. tölustafi
© 2016 - 2023 Karellen