Karellen

Sjálfsþekkingar- og samskiptagreind


Sjálfsþekkingargreind
Að skilja sjálfan sig og vita hvað þarf til að lifa er hluti af sjálfsþekkingargreind. Þeir sem hafa þessa greind hafa skýra sjálfsmynd, þekkja veik- og styrkleika sína, skynja eigið hugarástand, innri hvatir, fyriráætlarnir, skapgerð og langanir ásamt sjálfskilningi, sjálfsvirðingu og hæfni til sjálfsögunar.


Samskiptagreind
Að skilja og greina skap, fyriráætlanir, innri hvöt og skynja tilfinningar annarra. Þeir sem hafa þessa greind geta verið góðir í að lesa persónuleika annars, áttað sig á því hvað aðrir vilja og hvernig megi nýta sér það.


Við eflum sjálfsþekkingargreind með því að:

 • Velja sjálf hvar og með hvað við leikum og við hvern(vinir leika)
 • Fá tækifæri til að leysa ágreining með hjálp fullorðinna
 • Setja orð á tilfinningar okkar og annarra og ræða um tilfinningar
 • Kynnast okkar sterku hliðum
 • Koma fram fyrir hóp, tjá okkur og segja frá
 • Fá tækifæri til að vera ein með sjálfum okkur og í fámennum hóp

Við eflum samskiptagreind með því að:

 • Leika við önnur bön
 • Vinna með forvarnarnámsefni Barnaheilla: Vinátta
 • Vinna saman að verkefnum í stórum og litlum hópum
 • Taka þátt í samverustundum og hópleikjum
 • Spila fjölbreytt spil sem m.a. þjálfa samvinnu
 • Að ræða saman til að leysa úr ágreiningi og finna sameiginlegar lausnir
 • Setja orð á tilfinningar okkar og annarra og ræða um tilfinningar


© 2016 - 2024 Karellen