Karellen

Tónlistargreind

Getan til að skynja, meta mismunandi gæði, skapa og tjá mismunandi tónlist flokkast til tónlistargreindar. Þeir sem hafa þessa greind eru næmir á takt, tónhæð og hljómblæ tónverks. Sumir geta spilað eftir eyranu, aðrir geta lesið nótur og enn aðrir geta gert hvort tveggja.


Við eflum tónlistargreind með því að:

  • Syngja á hverjum degi
  • Læra ljóð, þulur og vísur
  • Hlusta á og dansa við fjölbreytta tónlist
  • Leika með einföld hljóðfæri
  • Fara í hreyfileiki með tónlist
© 2016 - 2023 Karellen