Karellen

Málgreind

Að geta skrifað og talað fellur undir málgreind. Hæfni sem fellur undir þessa greind er setningafræði, hljómfræði, merkingarfræði og getan til að nýta tungumálið við ýmsar aðstæður. Hægt er að nota málgreind til að mynda með því að halda ræðu þar sem ræðumaðurinn fær fólk í lið með sér, sem dæmi til þess að leggja hluti á minnið, til að koma upplýsingum til skila og til þess að hugleiða og ræða tungumál.


Við eflum málgreind með því að:

  • Hlusta á sögur og ævintýri
  • Syngja í söngstundum
  • Vinna með málörvunarnámsefnið: Lubbi finnur málbein
  • Vinna með forvarnarnámsefni Barnaheilla: Vinátta
  • Taka þátt í umræðum í samverustundum, við matarborðið, í daglegu starfi o.fl.
  • Hafa fjölbreytt námsefni sem tengist málörvun
© 2016 - 2024 Karellen