Karellen

Umhverfis- og hreyfigreind


Umhverfisgreind
Að þekkja og flokka ýmsar tegundir úr jurta- og dýraríkinu í sínu náttúrulega umhverfi er hluti af umhverfisgreind. Þessi greind nær líka yfir tilfinningu fyrir veðri og landslagi.


Hreyfigreind
Að geta tjáð hugmyndir og tilfinningar með líkamanum, getu til að skapa hluti og nota þá. Þeir sem hafa þessa greind hafa góða líkamlega færni. Hæfni þeirra felur í sér samhæfingu, jafnvægi, fingrafimi, styrk, sveigjanleika, hraða, næmt hreyfi- og stöðuskyn, snertiskyn og snertiviðbrögð.


Við eflum umhverfisgreind með því að:

  • Leika á útisvæði
  • Fara í langar og stuttar vettvangsferðir
  • Kynnast umhverfi og náttúru í nærumhverfi skólans
  • Ræða um veðrið og klæða okkur eftir veðri
  • Nota efnivið náttúrunnar til listsköpunar
  • Skoða bækur um náttúruna


Við eflum hreyfigreind með því að:

  • Þjálfa fínhreyfingar með því að teikna, lita, leira, mála, perla o.fl.
  • Byggja úr kubbum af ólíkum stærðum og gerðum
  • Æfa sjálfshjálp t.d. að klæða sig í og úr útifatnaði
  • Fara í útiveru daglega
  • Fara í skipulagðar hreyfistundir í sal og Ásgarði
  • Fara í lengri og styttri vettvangsferðir
© 2016 - 2024 Karellen