Karellen

Afmælisfögnuður

Afmælisbarnið skreytir sína eigin kórónu, fær fána í hólfið sitt og kröftugan afmælissöng. Það fær ennfremur að vera umsjónarmaður þennan dag, velja sér skrautlegan borðbúnað úr eldhúsinu til að borða af og velja hvaða sögu á að lesa í sögustund.

Við erum með vinsamleg tilmæli varðandi afmælisveislur heima hjá börnunum að bjóða annað hvort öllum strákum eða öllum stelpum á deildinni eða öllum aldurshópnum sem afmælisbarnið tilheyrir. Svona reglur eru settar á til að koma í veg fyrir að börn upplifi sig utan hópsins og skilin útundan.

Til að senda út afmæliskveðjur er póstur sendur með öllum upplýsingum til leikskólastjóra og leikskólastjóri framsendir síðan póstinn á hina foreldrana.

Afmælisboðskort og gjafir eiga alfarið að vera fyrir utan leikskólann.


© 2016 - 2024 Karellen