Karellen

Viðburðir

Í leikskólanum er lögð rækt við ýmsar þjóðlegar hefðir og hátíðir, einnig á leikskólinn sínar sérstöku menningarhefðir. Meðal fastra liða eru:

Viðburðir sem eru endurteknir:

Fagnaðarfundir eru á föstudögum. Þá hittast öll börn leikskólans í salnum og syngja saman. Deildirnar skiptast á að sjá um fundinn, börnin velja lög og kynna þau í púlti.

Ball í salnum um það bil einu sinni í mánuði á föstudegi og þá er ekki fagnaðarfundur.

Fjölgreindadagar er fjóru sinnum yfir veturinn. Þá eru settar upp nokkrar stöðvar á víð og dreif um leikskólann tengdar greindinni sem verið er að vinna með.

Viðburður sem eru einu sinni á ári:

Desember er skemmtilegur mánuður og margt að gerast. Börnin baka piparkökur og bjóða foreldrum í heimsókn snemma í mánuðinum. Farið er í kirkjuferð, haldið jólaball, horft á leikrit, sungnir jólasöngvar og lesnar jólasögur.

Þorrablót er haldið á bóndadaginn og þá er feðrum boðið í morgunverð og í hádeginu er framreiddur hefðbundinn þorramatur.

Í tengslum við konudaginn bjóðum við mæðrum í kaffi til okkar.

Furðufataball er haldið á öskudag. Þá mæta allir í furðufötum, bæði börn og starfsfólk og gera sér glaðan dag.

Dagsferð elstu barna í Vatnaskóg er í maí hvert ár.

Opið hús er í öllum leikskólum í Garðabæ í apríl eða maí en þá setjum við upp myndlistarsýningu með verkum barnanna sem er afrakstur vetrarstarfsins Börnin geta með miklu stolti sýnt foreldrum, ömmum, öfum og öðrum verk sín.

© 2016 - 2024 Karellen