Karellen

Velkomin á Heiði - símanúmer 591-9363 / 617-1566

Á Heiði eru 23 börn á aldrinum 4-6 ára.

Við vinnum að því að efla og styrkja hvert barn fyrir sig og mæta því á þeim stað sem það er.

Þegar börnin eru í frjálsum leik velja þau sér leiksvæði frekar en leikfélaga sem gefur þeim tækifæri til að kynnast öllum samnemendum sínum. Listsköpun að einhverju tagi er vanalega partur af frjálsa valinu t.d. myndsköpun, tónlist eða leikræn tjáning. Samverustund og sögustund eru rólegar stundir sem eiga sér stað fyrir og eftir hádegismat.

Skipulagðar stundir eru: Lubbi finnur málbeinn, Vináttuverkefnið Blær, Hreyfistundir.

Stefnt er að því að fara reglulega í vettvangsferðir og gefa börnunum tækifæri að kynnast nærumhverfinu sínu.

Við höfum aðgang að kubbasvæði, heimiliskrók, listasmiðju, sal, heimastofu og útisvæði. Hvert svæði gefur tækifæri til að vinna með mismunandi greindir barna. Lagt er upp með það að börnin sinni og sjái tilganginn í góðri tiltekt.

Börnunum er skipt niður í hópa í hópastarfi eftir aldri. Hér er vikuskipulagið hjá:

Stundatafla

Deildarstarfið á Heiði

Græna hóp 4-5 ára

Bláa hóp 5-6 ára

Starfsfólk

Deildarstjóri er: Haraldur Axel Haraldsson, netfang hans er: birnajons@kirkjubolid.is

Starfsfólk á deildinni eru: Birna Hrund, Kristín, Melissa, Binni og Brynjar Már

Hér má sjá myndir af starfsfólkinu.

Hafa samband

Fréttir frá deildinni eru sendar með tölvupósti á föstudögum til forráðamanna.
© 2016 - 2022 Karellen