Karellen

Sumarfrí

Leikskólar Garðabæjar loka ekki yfir sumarið. Öll börn þurfa þó að taka fjórar vikur í sumarfrí á tímabilinu 1. maí - 15. september. Að jafnaði er það júlígjaldið sem fellur niður óháð því hvenær barnið fer í sumarleyfi. Yfir sumarið er meiri áhersla lögð á útiveru og starfsemin flutt út að miklu leyti. Vinsamlega athugið að stundum er nauðsynlegt að loka deildum yfir sumarið og sameina vegna viðhalds eða annarra orsaka.

© 2016 - 2024 Karellen