Karellen

Þróunarverkefni 2019 - 2020

Kirkjubóll hefur í gegnum tíðina unnið að fjölmörgum þróunarverkefnum. Með því nær leikskólinn að halda við nýjustu nýjungar úr starfinu og þróa með sér nýjar vinnuaðferðir. Þetta leiðir að sér faglegra starf. Þau verkefni sem verið að vinna að skólarið 2019 -2020 eru eftirfarandi:

Babblarnir

Babblarnir eru spil og námsefni sem notað er til að stuðla að málörvun. Babblarna er verkfæri til að efla mál hjá ungum börnum og er sérstaklega hannað fyrir börn með málörðuleika. Babblarnir tala sitt eigið tungumál sem er út frá nöfnum þeirra Babba, Bíbí, Bobo, Dídí, Dada og Dodo. Með því að börnin hlusti og reyni að tjá nöfnin þeirra erum við að hjálpa börnunum með hljóðmyndun og mynda góðan grunn fyrir fyrstu orðin þeirra.

Sögupokar

Sögupokarnir eru poki sem innheldur skemmtilegt og lifandi námsefni fyrir börn á leikskólaldri. Í hverjum poka er saga, brúður tengdar sögunni og verkefni sem hægt er að vinna út frá sögunni. Á þennan máta vinnum við með ýmsa þætti sem og orðaforða, stærðfræði, form og jákvæða upplifun af lestri bóka.


© 2016 - 2024 Karellen