Karellen

Foreldrar og leikskóli

Við leggjum áherslu á að skapa notalegt andrúmsloft og stuðla að góðum og traustum samskiptum á milli allra og að foreldrar upplifi sig velkomna inn í leikskóla barna sinna. Yfir veturinn bjóðum við foreldrum reglulega í heimsókn, ýmist að morgni eða síðdegis.

Í október er boðið upp á samtöl fyrir þá foreldra sem vilja. Mælst er til að allir foreldrar mæti í foreldrasamtöl á vorönn, mars/apríl. Tilgangur viðtalanna er að skiptast á upplýsingum um barnið og efla samstarf á milli leikskóla og heimilis.

Foreldrar geta óskað eftir samtölum við leikskólakennara og leikskólastjóra eftir þörfum.

Mikilvægt er að foreldrar láti vita ef breytingar verða í fjölskyldu barnsins s.s. veikindi, dauðsfall eða skilnaður. Slíkir atburðir hafa mikil áhrif á tilveru barns og því nauðsynlegt að við vitum af því til að geta brugðist rétt við.

Allir starfsmenn leikskólans skrifa undir þagnarheit og eru bundnir trúnaði um allt það sem fram fer innan leikskólans. Foreldrar eiga alltaf að geta treyst starfsfólki.

Upplýsingatöflur hanga í fataklefum á deildum, þar geta foreldrar fylgst með því sem barnið gerði í leiskskólanum og ýmsum skilaboðum frá starfsfólki. Ferðir og aðrar uppákomur eru einnig auglýstar sérstaklega. Auk þess senda deildarnar út póst með upplýsingum um hvað var gert í vikunni og aðrar mikilvægar upplýsingar. Leikskólastjóri sendir út fréttabréf í byrjun hvers mánaðar með upplýsingum um það sem er á döfinni þann mánuð og aðrar fréttir.


© 2016 - 2024 Karellen