Karellen

Áherslur í starfinu

Umhverfi

Umhverfismennt er mikilvægur þáttur í starfi leikskólans. Áhersla er lögð á umhverfisvernd og að gera börnin meðvituð um mikilvægi þess að ganga vel um og vernda náttúruna.


Sköpun

Skapandi starf í leikskóla byggir fyrst og fremst á sköpunarferlinu sjálfu og þeirri gleði og ánægju sem fylgir því að skapa. Leikur er lykill að námi og það er mikil sköpun og túlkun sem birtist í leik barnanna. Lögð er áhersla á fjölbreyttan efnivið sem börnin hafa aðgang að, kringumstæður og að nota fjölbreyttar aðferðir.


Lífsleikni

Á Kirkjubóli er unnið með lífsleikni og leitast við að efla færni barnanna í samskiptum og ákvarðanatöku. Borin er virðing fyrir einstaklingnum og mismunandi áhugasviðum þar sem hverjum og einum gefst tækifæri á að njóta styrkleika sinna og byggja þannig upp jákvæða sjálfsmynd. Lögð er áhersla á gleði í starfinu, virðingu, vináttu og væntumþykju.

© 2016 - 2024 Karellen