Karellen

Svefn og hvíld

Lögð er áhersla á kyrrláta stund eftir hádegisverð þar sem börnin leggjast á dýnu, yngstu börnin sofna og þau eldri hlusta á sögu eða tónlist. Góður svefn er undirstaða vellíðanar og fer eftir þörfum hvers barns. Sum börn þurfa að sofna allt til fjögurra ára en önnur hætta fyrr að sofa, öll þurfa þó að fá hvíld í dagsins önn. Hafa ber í huga að barn sem er úrvinda af þreytu á erfiðara með að takast á við daginn og á erfiðara með að sofna á kvöldin.

Á yngstu deildinni er svefntími barnanna skráður í Karellen.

Friðhelgi matar og hvíldar
Á milli 11:30 og 12:45 eru börnin að borða og hvíla sig. Mjög mikilvægt er að virða þennan tíma og koma ekki með eða sækja börnin nema í samráði við starfsfólk.

© 2016 - 2024 Karellen