Karellen

Umhverfissáttmáli

Sáttmálinn segir:

Við viljum að börnin læri að njóta náttúrunnar árið um kring, þekki sitt nánasta umhverfi, beri virðingu fyrir lífríkinu og gangi vel um. Við förum vel með náttúruauðlindirnar, spörum orku, flokkum úrgang og endurnýtum það sem hægt er.

Markmið Kirkjubóls með umhverfismennt eru:
• Að börnin læri að njóta náttúrunnar árið um kring og þekki sérkenni hverrar árstíðar.
• Að börnin kynnist nánasta umhverfi leikskólans og læri að ganga vel um og bera virðingu fyrir náttúrunni.
• Að lífrænn úrgangur sé jarðgerður.
• Að börnin átti sig á mismunandi úrgangi og hvort/hvernig hann er endurunninn.
• Að börnin verði virkir þátttakendur í að fara vel með vatn og raforku.
• Að börnin rækti blóm og grænmeti.
• Að halda umhverfinu hreinu.

Leiðir að umhverfissáttmála og umhverfismennt Kirkjubóls:
• Að efla umhverfisvitund barnanna með fræðslu, góðu fordæmi og verkefnum.
• Að nýta efni sem til fellur m.a. til sköpunar, rannsókna og tilrauna.
• Að börnin setji lífrænan úrgang í „Svanga Manga“.
• Að flokka annan úrgang, pappír, fernur, pappa, málma, gler, plastumbúðir, rafmagnsvörur, rafhlöður o.fl. og setja í endurvinnslu.
• Að gæta þess að slökkt sé á rafmagnstækjum þegar þau eru ekki í notkun. Að slökkva ljós á svæðum þar sem enginn er og að láta vatn ekki renna að óþörfu.

• Að tína upp rusl í umhverfinu og taka þátt í vorhreinsidögum bæjarins.

© 2016 - 2024 Karellen