Karellen

Aðlögun í leikskólabyrjun

Að byrja í leikskóla er ný reynsla fyrir barn og foreldra þess og leiðir það oft til mikilla breytinga í fjölskyldulífinu því leikskólinn er heill heimur út af fyrir sig. Leikskólabyrjunin er mikilvæg, fyrir börn jafnt sem foreldra. Í gegnum aðlögunarferlið kynnast þau í sameiningu mörgum þáttum í starfi leikskólans, nýjum húsakynnum, starfsfólki og leikfélögum.

Áður en aðlögunarferlið hefst koma foreldrar í viðtal til leikskólastjóra.

Aðlögunarferli barns í Kirkjuból tekur um það bil eina viku. Foreldrar eru á svæðinu fyrstu dagana. þá gefst foreldrum og starfsfólki tími til að kynnast og skiptast á upplýsingum um barnið. Það veitir barni mikið öryggi að takast á við nýjar aðstæður með foreldra sér við hlið.

Athugið að barn og foreldri fara saman í útiveru, þá er gott að vera klædd eftir veðri.

Símar eru ekki leyfðir í aðlögun.

Aðlögunarferlin hér að neðan eru viðmið um leikskólabyrjun. Eftir þrjá fyrstu dagana er samráð á milli foreldra og leikskólakennara um framhaldið, því það er mjög einstaklingsbundið hversu langan tíma hvert barn þarf.

Aðlögun yngri barna

1. dagur: Barn og foreldri/ar dvelja saman í leikskólanum frá 9:00 - 11:00.

2. dagur: Barn og foreldri dvelja saman í leikskólanum frá 8:30 - 11:30.

Barnið er með í matartíma, foreldri aðstoðar eða bíður.

3. dagur: Barnið er í leikskólanum með foreldri frá 8:30 - 11:30 og foreldrarnir eru með eftir þörfum.

4. dagur: Barnið er frá kl 8:30 - 15:00. Foreldri er boðið að fara frá um kl. 11:00 og koma aftur um kl. 13:30 eða þegar barnið vaknar eftir hvíldartíma og vera með því fram yfir nónhressingu.

5. dagur: Barnið kemur kl. 8:30 og foreldri er með fram að útivistartíma. Barnið er í hádegismat og hvíldartíma án foreldris.

6. dagur: Barnið er í leikskólanum án foreldris og er sótt eftir hvíldartíma.

7. dagur: Barnið dvelur í leikskólanum umsaminn vistunartíma ef vel gengur, fer það eftir þörfum hvers og eins.

Aðlögun eldri barna

1. dagur: Barn og foreldri dvelja saman í leikskólanum frá 9:00 - 11:00.

2. dagur: Barn dvelur í leikskólanum frá kl. 8:30 - 12:00. foreldri er með barninu, en getur brugðið sér frá í stuttan tíma ef vel gengur. Þennan dag er barnið með í morgunverði og hádegisverði.

3. dagur: Barnið dvelur í leikskólanum frá kl. 8:30 - 15:00. Barnið er með í morgunmat, hádegismat og hvíld/sögustund. Foreldri er með barninu eftir þörfum og er það metið í samráði við deildarstjóra.

4. dagur: Barnið dvelur í leikskólanum frá kl. 8:30 og er til kl. 15:00.

5. dagur: Barnið dvelur í leikskólanum umsaminn vistunartími ef vel gengur, það fer eftir þörfum hvers og eins.

© 2016 - 2024 Karellen