Karellen

Veikindi og lyfjagjafir

Veikindi barna

Ef barn er veikt, með hita eða smitandi sjúkdóm, á það ekki að koma í leikskólann. Vinsamlega hringið og látið okkur vita þegar svona stendur á. Ef barnið veikist í leikskólanum hringjum við og látum vita. Þegar barnið er orðið hitalaust og frískt má það koma aftur í leikskólann. Eftir veikindi er barn sett síðast út og fyrst inn í útiveru.
Athugið að innivera kemur ekki í veg fyrir veikindi.

Yfirlit yfir helstu smitsjúkdóma barna

Lyfjagjafir

Takmarka skal sem kostur er allar lyfjagjafir í leikskólanum og er lyfjagjöf á ábyrgð foreldra. Í þeim tilfellum sem ekki verður hjá því komist að gefa lyf í leikskólanum þarf að fylla út lyfjaeyðublað og er lögð áhersla á öryggi og nákvæmni. Af þeim sökum ætlumst við til að lyfið sé geymt heima en einungis komið með réttan skammt í sprautu sem er vel merkt nafni barnsins.

© 2016 - 2024 Karellen