Karellen

Gjaldskrá

Hér fyrir neðan má finna gjaldskrá leikskóla Garðabæjar sem er í notkun:

Gjaldskrá

Afslættir á gjöldum

Ef fleiri en eitt barn eru í dvöl á leikskóla, í tómstundaheimili eða hjá dagforeldrum eiga foreldrar rétt á systkinaafslætti fyrir eldra/elsta barnið. Foreldrar sem eiga tvö eða fleiri börn fá 50% afslátt af grunngjaldi fyrir barn umfram eitt og 75% af grunngjaldi fyrir hvert barn umfram tvö. Afsláttur er veittur af grunngjaldi, fullt verð er greitt fyrir fæði.

Sækja þarf um systkinaafslátt á Mínum Garðabæ. Athugið að endurnýja þarf umsókn um systkinaafslátt þegar elsta barn flyst frá dagforeldri á leikskóla eða frá leikskóla á tómstundaheimili grunnskóla.

Afsláttur fyrir einstæða foreldra er 40% og sótt er einnig um þann afslátt á vef Garðabæjar, Minn Garðabær. Skila þarf inn staðfestingu á hverju hausti.

Námsmannaafsláttur er 40% og sótt er einnig um þann afslátt á vef Garðabæjar, Minn Garðabær. Skila þarf staðfestingu fyrir hverja önn.

Allar reglur um afslætti á gjöldum má finna á vef Garðabæjar.

© 2016 - 2024 Karellen