Karellen

Skráning á starfinu

Í leikskóla eru námstækifæri og ævintýrin sem gerast í kringum þau nær óteljandi. Því leggjum við okkur fram við að ná að skrásetja þegar eitthvað áhugavert kemur upp í starfinu. Skráningarnar geta verið með ýmsu móti:

Ferilmöppur nemanda: Öll börn á Kirkjubóli eiga ferilmöppur en ferilmappan er samvinnuverkefni barns og starfsfólks leikskólans. Markmiðið með möppuni er m.a. að veita innsýn í lífið og starfið í leikskólanum, vera umræðu-grundvöllur í foreldrasamtölum og varðveita minningar barnsins á leikskólaárunum. Mappan fylgir barninu í gegnum leikskólagönguna og fær barnið hana til eignar þegar það hættir í leikskólanum.

Fréttir á vefsíðunni: Hér eru birta myndir úr starfinu og stutt lýsing á því sem kom upp á.

Plakköt á veggjum: ef farið er í spennandi ferð er tilvalið að klippa út myndir og leyfa börnunum að taka þátt í að segja frá reynslunni af ferðinni. Á þennan máta náum við að fanga raunverulega upplifun barnanna.

Tölvupóstur deildarstjóra: ásamt því að koma upplýsingum til foreldra koma stundum skemmtilegar sögur úr starfinu í vikuluegum póstum sem deildin sendir út.

Karellen: Við sendum myndir úr starfinu þannig foreldrar geti séð t.d. hvernig hreyfistund á sér stað og annað skemmtilegt í starfinu.


© 2016 - 2024 Karellen