Karellen
news

Desember ró í Kirkjubóli

06. 12. 2022

Í desember ætlum við hér í Kirkjubóli að hafa það rólegt og kósý í leikskólanum. Við erum búin að opna jólavinnusmiðjur í salnum þar sem börnin koma fram í litlum hópum og föndra eitthvað fallegt. Við erum einning að baka piparkökur og brauðbollur fyrir foreldrakaffið sem verður 13.desember milli 15-16. Svo ætlum við að vera á smá flakki um bæjinn og fara í vettvangsferðir. Svo auðvitað höldum við jólaball og fáum okkur góðan jólalegan mat 15.desember.

Aðventukveðjur

Allir á Kirkjubóli
© 2016 - 2024 Karellen